Eignin er seld með fyrirvara.Alda fasteignasala og Jón G. Sandholt kynnir í einkasölu glæsilega
útsýnisíbúð með aukinni lofthæð á 6. og
efstu hæð við Garðatorg 2A, 210 Garðabæ. Eignin er skráð 102,5 fm. þar af 6,8 fm. geymsla í sameign, ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin er á efstu hæð í 6 hæða fjölbýli sem byggt var af Þ.G verk árið 2016. Eignin telur anddyri, borðstofu/stofu, rúmgott hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, svefnherbergi, svalir með svalalokun og glæsilegu útsýni, bílastæði í bílageymslu og geymslu í sameign.
Fyrirhugað fasteignamat 2024 skv.
Þjóðskrá Íslands er
89.350.000kr.Allar nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali í síma 777-2288 og [email protected].Nánari lýsing:Anddyri er með parket og góðum fataskáp.
Eldhús er með parket á gólfi, fallegri innréttingu og stein á borði, spanhellu, ofn í góðri vinnuhæð og lofthengdum háf. Innréttingarnar eru með ljúflokun og lýsingu undir efriskápum.
Stofa/
borðstofa er með parketi á gólfi með stórum gluggum og útgengt á yfirbyggðar svalirnar með glæsilegu útsýni.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott, 17,3 fm, með stórum fataskápum.
Svefnherbergi II er með parket á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt að hluta til með gólfhita, upphengdu salerni, sturtu og góðri innréttingu.
Svalirnar eru með svalalokun og glæsilegu útsýni, þær telja 11,7 fm.
Þvottahús innan íbúðar með flísum á gólfi.
Sérgeymsla er í sameign og telur er 6.8 fm.
Bílastæði fylgir í lokaðri bílageymslu.
Allar innréttingar og fataskápar af vandaðri gerð, frá Trésmiðju GKS.
Húsið er klætt að utan með vandaðri viðhaldslítilli álklæðningum og timburklæðningum.
Allir gluggar úr ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri.Allar nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali í síma 777-2288 og [email protected].-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.